Katrín Jakobsdóttir afhenti okkur viðurkenningu frá Þroskahjálp

Árangur

Í fyrstu viku ágúst mánaðar 2011 komu fyrstu einstklingarnir til okkar í mats- og þjálfunarferli. Frá þeim tíma hafa vel á annað hundrað einstklingar komið og verið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. Af þeim sem hafa verið hjá okkur í tvær vikur eða lengur hefur um þriðjungur fengið launaða vinnu auk þess sem margir hafa ákveðið að hefja aftur nám.   Þeir skjólstæðingar okkar sem hafa fengið launuð störf vinna allir í 50% starfi og ýmist í 4 eða 5 daga í hverri viku. Frá ágúst 2011 70 einstaklingar komið til okkar í mats- og þjálfunarferli. Af þessum einstaklingum hafa 27 farið frá okkur í launuð störf, 9 hafa farið í nám og aðrir hafa ýmist hætt eða eru enn hjá okkur. Þeir sem ekki hafa komist í launuð störf eða farið í nám hafa flestir eða allir bætt stöðu sína félagslega. Þeir hafa komið betri reglu á líf sitt, mæta í líkamsrækt, taka þátt í viðburðum hjá Specialisterne og eru virkari í daglegu lífi heima fyrir. Það hefur verið mjög ánægjulegt að fá stuðnings- og hvatningarbréf frá aðstandendum okkar skjólstæðinga. Setningar eins og:

 • “ Specialisterne opnuðu á tækifæri fyrir dóttur okkar til að komast á hinn almenna vinnumarkað“
 • „Það var ýtt undir þroska og sjálfsálilt hjá mínum unglingi“
 • “ Aðkoma Specialisterne hefur haft afgerandi og ómetanlega þýðingu fyrir unga einstaklinga á einhverfurófi sem eru í atvinnuleit“
 • „Markmið hefði ekki náðst án stuðnings Specialisterne“
 • „Erum Specialisterne ævinlega þákklát fyrir þeirra miklu vinnu fyrir einstaklinga á einhverfurófinu“

Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið skjólstæðingum okkar tækifæri til atvinnu. VIð erum þessum fyrirtækjum mjög þákklát og vonumst auðvitað til þess að fleiri opni sýnar dyr fyrir okkar fólki. Hér að neðan er listi yfir þau fyrirtæki sem hafa tekið okkar skjólstæðinga í vinnu:

 • Dýraspítalinn í Garðabæ
 • Endurvinnslan
 • Góði hirðirinn
 • Kaupás
 • Leturprent
 • LSH
 • Nói – Síríus
 • Parlogis
 • Reykjavíkurborg
 • Tölvulistinn
 • Vistor
 • Þjóðskrá

Specialisterne á Íslandi hafa hlotið markháttaða viðurkenningar og styrkir.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr