Saga Specialisterne á Íslandi

Saga Specialisterne á Íslandi á sér nokkurn aðdraganda. Snemma árs 2010 voru áhugasamir foreldrar í Einhverfusamtökunum í leit að úrræði fyrir fullorðna einstaklinga á einhverfurófinu. Eftir talsverða vinnu og miklar pælingar varð úr að gera könnun á því hvort það væri vænlegt að stofna félag í anda Specialisterne í Danmörku, hér á Íslandi. Sótt var um Evrópustyrk í samvinnu við dönsku Specialisterne auk samsvarandi félaga í Skotlandi og Þýskalandi. Styrkurinn fékkst og með aðstoð Einhverfusamtakana og Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis fór verkefnið af stað. Til að gera langa sögu stutta þá opnaði skrifstofa Specialisterne á Íslandi, á alþjóðlegum degi einhverfu þann 2. apríl 2011. Fyrstu skjólstæðingar Specialisterne mættu síðan þann 4. ágúst sama ár. Frá þeim tíma hafa vel á annað hundrað einstklingar verið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma og á þriðja tug þeirra hafa fengið launaða vinnu auk þess sem margir hafa snúið sér að námi. Specialisterne treysta nú að mestu eða öllu leiti á styrki eða frjáls framlög til að halda starfseminni gangandi. Við höfum notið þess allt frá upphafi að vera í leigulausu húsnæði frá fasteiganfélaginu Reitum hf auk þess að hafa í upphafi fengið rausnarlega styrk frá VIRK. Í dag eru þrír starfsmenn í 2,25% stöðugildum hjá Specialisterne og við þjónum að jafnaði 10 – 14 einstaklinga hverju sinni.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr