Vitundarvakning um málefni einstaklinga á einhverfurófi

2 apríl er alþjóðlegur vitundarvakningardagur Sameinuðuþjóðanna á einhverfu.

2 apríl er alþjóðlegur vitundavakningadagur sameinuðuþjónanna á einhverfu.  Ýmislegt er því í gangi nú í apríl.  Í tilefni dagsins gaf Ban Ki-moon út eftirfarandi yfirlýsingu.

„Á þessum alþjóðlega vitundarvakningardegi einstaklinga á einhverfurófi, hvet ég til framþróunar á réttindum einstaklinga á einhverfurófi og að við tryggjum þeim fulla þáttökumöguleika til jafns við hvern annann í okkar fjölbreytta þjóðfélagi.

„On this World Autism Awareness Day, I call for advancing the rights of individuals with autism and ensuring their full participation and inclusion as valued members of our diverse human family who can contribute to a future of dignity and opportunity for all.“


Málþing einhverfusamtakanna 2 apríl 2016

Einhverfusamtökin halda málþing um það „Hvernig mætir skólinn þörfum barna og ungemenna á einhverfurófi.“   Fundurinn verður haldinn á aþjóðadegi vitundarvakningar um einhverfu. Hann hefst kl. 14:00 og verður til 16:00 í fyrirlestrarsal íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8.

Dagskrá fundarins er mjög áhugaverð eins og sést á heimasíðu Einhverfusamtakanna www.einhverfa.is


Blár apríl

Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir fjáröflunartónleikum 2 apríl kl. 20:00.   Valdimar, Hjálmar og Júníus Meyvant koma fram.  Unnendur góðrar tónlistar og þeir sem vilja styrkja þennan málstað eru hvattir til að mæta!


Vitundarvakning Autism Europe, samtök evrópskra einhverfusamtaka

Autism Europe heldur einnig uppá alþjóðadag einhverfu með ýmsum hætti. Slagorð þeirra er “Respect, Acceptance, Inclusion”. „Virðing, samþykki og þáttaka“


Specialisterne eiga 5 ára afmæli.

Specialisterne eiga 5 ára afmæli í ár. Við opnuðum starfstöð okkar 5 apríl 2011 og tókum fyrstu einstaklingana í mat og þjálfun fyrir framtíðar atvinnu í ágúst 2011. Í tilefni stórafmælisins þá verður boðið til afmælisveislu fimmtudaginn 7 apríl kl. 16:00 – 18:00.  Frekar um það síðar.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr