Forseti Íslands kemur í heimsókn í opið húsi Specialisterne á Íslandi

Þriðji vefur Specialisterne.is hefur fengið andlitslyftingu
Þriðji vefur Specialisterne.is hefur fengið andlitslyftingu

Í dag 27 október mun Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson koma í heimsókn til okkar klukkan 16:00.  Við verðum með opið hús frá 15:00 – 17:00.   Allir eru að sjálfsögðu velkomnir að Síðumúla 32, 3 hæð!

Á þessu ári eru fimm ár síðan Specialisterne á Íslandi hófu starfsemi sína.  Fyrstu einstaklingarnir komu til okkar í ágúst 2011.  Við erum afar ánægð og stolt af öllum þeim einstaklingum sem eru nærri 100 sem hafa komið til okkar og náð miklum árangri í sínu lífi.

Á þessum tímamótum höfum við tekið til á heimasíðu okkar og bætt við myndum úr starfsemi okkar ásamt þvi að vísa í eldri vefsvæði sem geymir mikla sögu.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr