Author: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fyrsti útdráttur í myndlistaátaki Specialisterne

Í dag klukkan 15:00 var í fyrsta skipti dregið út nafn meðal þeirra sem styrkja Specialisterne með mánaðarlegum greiðslum. Það voru tæplega 40 einstaklingar sem áttu 42 „miða“ í þessum útdrætti. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna  sá um útdráttinn, en hinn heppni styrktaraðili sem vann er Árdís Grétarsdóttir. Afhending myndarinnar mun fara fram í næstu viku, en við óskum Árdísi innilega til hamingju og þökkum öllum fyrir veittan stuðning.

 

Niðuhal ljóssins
Niðurhal ljóssins, verk eftir Fríðu Kristínu Gísladóttur. Olíuverk, 100 x 100 cm
Sigrún framkvæmdastjóri Einhverfusamtakana sá um útdráttinn fyrir okkur og upp kom nr. 22 sem var númer Árdísar Grétarsdóttur

Myndlist fyrir Specialisterne á Íslandi

Myndlist fyrir Specialisterne á Íslandi er fjáröflunnarátak fyrir Specialistnerne á Íslandi.

 

Niðurhal ljóssins, 100 x 100 cm olíuverk eftir Fríðu Kristínu Gísladóttur
Niðurhal ljóssins, 100 x 100 cm olíuverk eftir Fríðu Kristínu Gísladóttur

 

Íslenskir listamenn, jafnt reyndir sem ungir, munu gefa listaverk til okkar og í lok hvers mánaðar munu allir þeir sem hafa lagt fé inn á styrktarreikning okkar eiga möguleika á því að vinna málverk mánaðarins.

Hvert 1.500 kr innlegg verður ígildi eins miða og þannig myndu t.d. kr. 9.000 vera ígildi 6 miða þegar dregið verður úr nöfnum þeirra sem styrkja okkur, en dregið verður fyrsta föstudag í hverjum mánuði.

Fyrsti listamaðurinn sem leggur til verk í þessa söfnun er myndlistakonan Fríða Kristín Gísladóttir. Fríða ólst upp á Seltjarnarnesi og fór ung í listnám við Mynd- og handíðarskóla Ísland en nam síðan við myndlistaskóla í Malaga, La Escuela de Artesy Officios.

Fríða Kristín hefur haldið tíu einkasýningar auk þess að hafa verið með í fjölda samsýninga. Fríða Kristín rekur í dag, í félagi við 13 aðra listamenn, Gallery ART67 sem er á Laugavegi 67 í Reykjavík, en þar verður verkið til sýnis alla virka daga frá 12 – 18 og laugardaga frá 12 – 16

Verk eftir Fríðu hafa selst víða um heiminn og hægt er að finna verk eftir hana í flestum heimsálfum. Facebooksíða Fríðu

Við hvetjum alla áhugasama til að líta við í ART67 á Laugavegi.

Hægt er að gerast styrktaraðili Specialisterne með mánaðarlegu framlagi og taka þannig um leið þátt í málverkahappadrætti okkar. Skráið ykkur sem BAKHJARL eða sendið t-póst á bta@specialisterne.com og haft verður samband við ykkur.

Árið sem er að líða

_mg_1936Nú þegar líður að jólum og áramótum er rétt að líta aðeins yfir árið sem er að kveðja. Það hefur að venju verið mikið um að vera hjá okkur og við höfum haft mörg tækifæri til að gleðjast á árinu þar sem árangur okkar hefur verið mjög góður. Fjöldi þeirra sem hafa fengið launaða vinnu eftir dvöl hjá okkur vex og við finnum fyrir auknum áhuga á því sem við erum að gera og höfum að bjóða.

Hápunktur ársins er auðvitað heimsókn forseta okkar, herra Guðna Th Jóhannessonar til okkar seint á þessu ári. Hann gaf sér góðan tíma með okkur og allir minnast þessa dags með gleði.

Specialisterne senda öllum innilegar jóla- og nýárskveðjur og hlakka til aukins samstarfs við atvinnulífið á nýju ári.

 

 

 

Ákall til þín

Flóra mannlífsins er mikil og við erum jafn ólík og við erum mörg. Styrkleikar okkar eru líka æði fjölbreyttir, en möguleikar fólks til tækifæris á að nýta styrkleika sína eru mjög misjafnir.

Forseti Íslands, herra Guðni Th Jóhannesson, á spjalli við skjólstæðinga Specialisterne í opnu húsi 27. október
Forseti Íslands, herra Guðni Th Jóhannesson, á spjalli við skjólstæðinga Specialisterne í opnu húsi 27. október

Hjá Specialisterne á Íslandi höfum við nú í fimm ár unnið með einstaklingum á einhverfurófinu, einstaklingum sem sem höfðu ekki gefist sömu möguleikar og flestir aðrir til að nýta styrkleika sína. Hjá Specialisterne metum við og þjálfum einstaklinga, hjálpum þeim að komast í „réttan takt“ við hið daglega líf. Á stuttum starfstíma okkar höfum við hjálpað tæplega 40 einstaklingum út á vinnumarkaðinn, auk þess sem margir af okkar skjólstæðingum hafa sest á skólabekk. Með því að hjálpa okkar skjólstæðingum út í atvinnulífið fá þeir þannig tækifæri til að leggja sitt af mörkum og finna lífi sínu meiri tilgang.

Samfélagslegur ávinningur af starfsemi sem okkar er mikill, en ekki er síður mikill félagslegur ávinningur okkar skjólstæðinga og þeirra aðstandanda en slíkur ávinnigur verður ekki reiknaður til fjár.

Nú á næstu vikum eru Specialisterne í styrktarátaki þar sem við biðlum til einstaklinga og fyrirtækja að leggja starfsemi okkar lið með fjárframlagi. Styrktarreikningur: 0512-14-401179  650210-1900.  Slíkt fjárframlag skilar sér margfalt til baka fyrir samfélagið og alla þá sem njóta stuðnings Specialisterne.

Specialisterne hafa opnað nýja og mikilsverða möguleika sem byggja þarf á til framtíðar og það er von okkar að þú viljir leggja okkur lið í að tryggja áframhaldandi rekstur Specialisterne.

Specialisterne á Íslandi fagna 5 ára starfsafmæli

opnun
Frá opnunarhátíð Specialisterne 2. apríl 2011, Bjarni Torfi, Thorkil Sonne og Hjörtur Grétarsson

Specialisterne á Íslandi fagna 5 ára starfsmæli um þessar mundir. Við hófum starfsemi okkar þann 2. apríl 2011, en síðan þá hefur starfsemin vaxið og dafnað. Þann 7. apríl næstkomandi ætlum við að fagna 5 ára afmælinu í húskynnum okkar að Síðumúl 32 milli kl 16:00 – 18:00 og vonumst við til þess að sem flestir komi við hjá okkur og þiggi veitingar.