Flokkur: Árangur

The Economist skrifar um margar hliðar einhverfu.

The Economist, RÚV og atvinnuþáttaka einstaklinga á einhverfurófi. MJÖG ÁHUGAVERT!

Eitt virtasta og vandaðasta tímarit heims, The Economist fjallar um atvinnumál einstaklinga á einhverfurófi í síðustu útgáfu sinni.  Beutiful minds wasted. Blaðið útskýrir í leiðara og í sérstakri grein margar hliðar einhverfu, allt frá mikilvægi greiningar snemma yfir í atvinnuþáttöku.

RÚV er jafnframt með mjög vandaða umfjöllun um atvinnumál einhverfra í Speglinum.  Tekin eru viðtöl við  framkvæmdastjóra Specialisterne á Íslandi, skjólstæðing okkar og framkvæmdastjóra Einvherfusamtakana.  Einstaklega fróðlegt.

RÚV fjallar um margar hliðar einhverfu á íslandi í afar áhugaverðum Spegli 18 apríl 2016.
RÚV fjallar um margar hliðar einhverfu á íslandi í afar áhugaverðum Spegli 18 apríl 2016.

Specialisterne á Íslandi treysta á velvild einstaklinga.  Við óskum eftir stuðningi til að geta haldið áfram með kraftmikið starf.  Okkur þætti óskaplega vænt um ef þið ohringduð í símanúmerin hér að neðan og vektuð athyggli ykkar fjölskyldu og vina á þessu málefni.

 

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi tekur við viðurkenningu.

Einhverfusamtökin héldu málþing 2 apríl 2016 þar sem fjalla um  hvernig mætir skólinn þörfum barna og ungmenna á einhverfurófi?

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra.
Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna afthendir Bjarna Torfa Álfþórssyni viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra.
Málþing einhverfusamtakanna.
Málþing einhverfusamtakanna 2. apríl 2016 þar sem á annað hundrað manns mættu.
www.egerunik.is www.specialisterne.is
Bjarni Torfi Álfþórsson hjá Specialisterne á Íslandi og Aðalheiður Sigurðardóttir (móðir hennar tók á móti viðurkenningunni) hjá „Ég er Unik“ tóku við viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra.

 

Þórunn Svava Róbertsdóttir

Að mæta nemendum á einhverfurófi í kennslustofunni
Þórunn Svava Róbertsdóttir, sviðsstjóri við starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja

 

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Árangur

Í fyrstu viku ágúst mánaðar 2011 komu fyrstu einstklingarnir til okkar í mats- og þjálfunarferli. Frá þeim tíma hafa vel á annað hundrað einstklingar komið og verið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. Af þeim sem hafa verið hjá okkur í tvær vikur eða lengur hefur um þriðjungur fengið launaða vinnu auk þess sem margir hafa ákveðið að hefja aftur nám.   Þeir skjólstæðingar okkar sem hafa fengið launuð störf vinna allir í 50% starfi og ýmist í 4 eða 5 daga í hverri viku. Frá ágúst 2011 70 einstaklingar komið til okkar í mats- og þjálfunarferli. Af þessum einstaklingum hafa 27 farið frá okkur í launuð störf, 9 hafa farið í nám og aðrir hafa ýmist hætt eða eru enn hjá okkur. Þeir sem ekki hafa komist í launuð störf eða farið í nám hafa flestir eða allir bætt stöðu sína félagslega. Þeir hafa komið betri reglu á líf sitt, mæta í líkamsrækt, taka þátt í viðburðum hjá Specialisterne og eru virkari í daglegu lífi heima fyrir. Það hefur verið mjög ánægjulegt að fá stuðnings- og hvatningarbréf frá aðstandendum okkar skjólstæðinga. Setningar eins og:

 • “ Specialisterne opnuðu á tækifæri fyrir dóttur okkar til að komast á hinn almenna vinnumarkað“
 • „Það var ýtt undir þroska og sjálfsálilt hjá mínum unglingi“
 • “ Aðkoma Specialisterne hefur haft afgerandi og ómetanlega þýðingu fyrir unga einstaklinga á einhverfurófi sem eru í atvinnuleit“
 • „Markmið hefði ekki náðst án stuðnings Specialisterne“
 • „Erum Specialisterne ævinlega þákklát fyrir þeirra miklu vinnu fyrir einstaklinga á einhverfurófinu“

Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið skjólstæðingum okkar tækifæri til atvinnu. VIð erum þessum fyrirtækjum mjög þákklát og vonumst auðvitað til þess að fleiri opni sýnar dyr fyrir okkar fólki. Hér að neðan er listi yfir þau fyrirtæki sem hafa tekið okkar skjólstæðinga í vinnu:

 • Dýraspítalinn í Garðabæ
 • Endurvinnslan
 • Góði hirðirinn
 • Kaupás
 • Leturprent
 • LSH
 • Nói – Síríus
 • Parlogis
 • Reykjavíkurborg
 • Tölvulistinn
 • Vistor
 • Þjóðskrá

Specialisterne á Íslandi hafa hlotið markháttaða viðurkenningar og styrkir.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Leggjum Specialisterne lið til að halda áfram góðu starfi

Leggjum lið.

Viltu leggja okkur lið? Við leitum að BAKhjörlum við starf okkar, en talsvert vantar til þess að tryggja rekstur okkar á næstu misserum. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð, en ríflega 41% þeirra sem hafa verið hjá okkur hafa komist í launaða vinnu og 12% hafa farið í nám. Þeir sem ekki hafa fengið tækifæri úti í atvinnulífunu hefur tekist að bæta mjög félagshæfni sína og styrkt sitt tengslanet.

Hjá okkur eru að jafnaði 10 – 14 einstaklingar sem allir hafa það sem markið að bæta líf sitt og margir líta til þess að geta fengið tækifæri á vinnumarkaði. Með góðri aðstoð fyrirtækja og stofnanna hefur okkur tekist að hjálpa þessu fólki að láta drauma sína rætast og nú biðlum við til ykkar allra um aðstoð til að geta haldið starfinu áfram.

Til að leggja okkur lið er hægt að senda okkur t-póst, bta@specialisterne.com, með ósk um að gera samning um mánaðarlegan styrk til okkar en auk þess er hægt að hringja í síma 901-5010 eða 901-5030 og stykja þannig starfsemi okkur um kr. 1000 eða kr. 3000.


Myndband úr starfi okkar.


Umsagnir og hvatning foreldra.

Aðkoma Specialisterne hefur haft afgerandi og ómetanlega þýðingu fyrir unga einstaklinga á einhverfurófi sem eru í atvinnuleit.

Markmið hefði ekki náðst án stuðnings Specialisterne

Erum Specialisterne ævinlega þakklát fyrir þeirra miklu vinnu fyrir einstaklinga á einhverfurófinu

Specialisterne hafa hjálpað einstaklingum á einhverfurófi til aukinna lífsgæða

Specialistere hafa opnað nýja mikilsverða möguleika sem byggja þarf á til framtíðar

Mikill sigur fyrir son okkar að geta verið á vinnumarkaðnum, fá laun og borga sína skatta og skyldur

Specialisterne opnuðu á tækifæri fyrir dóttur okkar til að komast á hinn almenna vinnumarkað

Það var ýtt undir þroska og sjálfsálit hjá mínum unglingi

Specialisterne er stór þáttur í framförum dóttur okkar og okkar ósk er að Specialisterne geti starfað áfram um ókominár

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr