Category: Styrkir og góðar gjafir

Leggjum Specialisterne lið til að halda áfram góðu starfi

Leggjum lið.

Viltu leggja okkur lið? Við leitum að BAKhjörlum við starf okkar, en talsvert vantar til þess að tryggja rekstur okkar á næstu misserum. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð, en ríflega 41% þeirra sem hafa verið hjá okkur hafa komist í launaða vinnu og 12% hafa farið í nám. Þeir sem ekki hafa fengið tækifæri úti í atvinnulífunu hefur tekist að bæta mjög félagshæfni sína og styrkt sitt tengslanet.

Hjá okkur eru að jafnaði 10 – 14 einstaklingar sem allir hafa það sem markið að bæta líf sitt og margir líta til þess að geta fengið tækifæri á vinnumarkaði. Með góðri aðstoð fyrirtækja og stofnanna hefur okkur tekist að hjálpa þessu fólki að láta drauma sína rætast og nú biðlum við til ykkar allra um aðstoð til að geta haldið starfinu áfram.

Til að leggja okkur lið er hægt að senda okkur t-póst, bta@specialisterne.com, með ósk um að gera samning um mánaðarlegan styrk til okkar en auk þess er hægt að hringja í síma 901-5010 eða 901-5030 og stykja þannig starfsemi okkur um kr. 1000 eða kr. 3000.


Myndband úr starfi okkar.


Umsagnir og hvatning foreldra.

Aðkoma Specialisterne hefur haft afgerandi og ómetanlega þýðingu fyrir unga einstaklinga á einhverfurófi sem eru í atvinnuleit.

Markmið hefði ekki náðst án stuðnings Specialisterne

Erum Specialisterne ævinlega þakklát fyrir þeirra miklu vinnu fyrir einstaklinga á einhverfurófinu

Specialisterne hafa hjálpað einstaklingum á einhverfurófi til aukinna lífsgæða

Specialistere hafa opnað nýja mikilsverða möguleika sem byggja þarf á til framtíðar

Mikill sigur fyrir son okkar að geta verið á vinnumarkaðnum, fá laun og borga sína skatta og skyldur

Specialisterne opnuðu á tækifæri fyrir dóttur okkar til að komast á hinn almenna vinnumarkað

Það var ýtt undir þroska og sjálfsálit hjá mínum unglingi

Specialisterne er stór þáttur í framförum dóttur okkar og okkar ósk er að Specialisterne geti starfað áfram um ókominár