Flokkur: Um okkur

Saga Specialisterne á Íslandi

Saga Specialisterne á Íslandi á sér nokkurn aðdraganda. Snemma árs 2010 voru áhugasamir foreldrar í Einhverfusamtökunum í leit að úrræði fyrir fullorðna einstaklinga á einhverfurófinu. Eftir talsverða vinnu og miklar pælingar varð úr að gera könnun á því hvort það væri vænlegt að stofna félag í anda Specialisterne í Danmörku, hér á Íslandi. Sótt var um Evrópustyrk í samvinnu við dönsku Specialisterne auk samsvarandi félaga í Skotlandi og Þýskalandi. Styrkurinn fékkst og með aðstoð Einhverfusamtakana og Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis fór verkefnið af stað. Til að gera langa sögu stutta þá opnaði skrifstofa Specialisterne á Íslandi, á alþjóðlegum degi einhverfu þann 2. apríl 2011. Fyrstu skjólstæðingar Specialisterne mættu síðan þann 4. ágúst sama ár. Frá þeim tíma hafa vel á annað hundrað einstklingar verið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma og á þriðja tug þeirra hafa fengið launaða vinnu auk þess sem margir hafa snúið sér að námi. Specialisterne treysta nú að mestu eða öllu leiti á styrki eða frjáls framlög til að halda starfseminni gangandi. Við höfum notið þess allt frá upphafi að vera í leigulausu húsnæði frá fasteiganfélaginu Reitum hf auk þess að hafa í upphafi fengið rausnarlega styrk frá VIRK. Í dag eru þrír starfsmenn í 2,25% stöðugildum hjá Specialisterne og við þjónum að jafnaði 10 – 14 einstaklinga hverju sinni.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Hlutverk og markmið Specialisterne á Íslandi

Stefna Specialisterne er að meta og þjálfa 14 – 18 einstaklinga á hverju ári, með það að markmiði að sem flestir þeirra fái tækifæri á vinnumarkaðinum. Markhópur er fólk frá 18 ára aldri og megin áhersla hefur verið á einstaklinga með greiningu á einhverfurófinu. Á hverjum degi eru allt að 16 einstaklingar hjá okkur og því jafnan mikið um að vera. Hver einstaklingur hefur sína vinnustöð en auk þess er gott rými til að njóta félagsskaps hvers annars. Forsenda þess að einstaklingur eigi möguleika á launaðri vinnu er að sá hinn sami hafi sýnt góða ástundun og framkomu hjá okkur. Við leggjum mikla áherslu á að einstaklingar setji sér markmið með mætingar og standi við þau. Reynt er að bæta félagsfæri okkar skjólstæðinga og í hverju mánuði förum við í heimsóknir á kaffihús, söfn, sýningar eða brjótum starfið upp með öðrum hætti utan húsakynna okkar.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Þjálfun einstaklinga

Leiðin að mats- og þjálfunarferli hjá Specialisterne ætti að vera flestum nokkuð greið. Best er að panta viðtalstíma hjá einhverfuráðgjafa okkar, en í framhaldi af slíku viðtali er tekin ákvörðun um frekara framhald. Þrír til sex einstaklingar koma í viðtal hjá okkur í hverri viku og reynt er að taka sem flesta inn hjá okkur eins fljótt og kostur er. Vinnumálastofnun og nokkur sveitarfélög hafa einnig gert samstarfssaminga við okkur en með því er þeirra skjólstæðingu tryggður aðgangur hjá Specialisterne. Lengd mats- og þjálfunarferlis er mislangt eftir einstaklingum, en markmið okkar er að finna launað starf sem passar hverjum og einum eins fljótt og kostur er. Mikilvægt er að þekkja vel styrk-og veikleika okkar skjólstæðinga þegar þeir eru metnir í væntanleg störf, en nánast undantekningarlaust hafa okkar skjólstæðingar staðið vel undir væntingum okkar og vinnuveitanda. Til að óska eftir viðtali vinsamlegast sendið t-póst til bta@specialisterne.com

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Leiðin í launað starf

Allt frá því að Specialisterne hófu starfsemi sína hafa um 80 einstaklingar verið hjá okkur. Okkur hefur orðið vel ágengt í því að finna okkar fólki launuð störf og nú hefur 31 einstaklingur fengið launaða vinnu eftir að hafa verið hjá okkur. Ferlið er gjarnan þannig að eftir að fyrirtæki hefur lýst sig reiðubúið til að taka einstakling frá okkur í vinnu hefst starfsnám, sem stendur yfir í 1 – 2 vikur. Að því loknu er staðan metin, en við höfum enn ekki upplifað annað en að eftir starfsnám fái okkar skjólstæðingur raunverulegt tækifæri sem launaður starfsmaður. Á þeim tíma sem okkar skjólstæðingar eru í vinnu erum við í sambandi við bæði vinnuveitanda og eins okkar skjólstæðing, en með því viljum við tryggja að allt geti gengið sem best. Okkar fólk hefur unnið við hin ýmsu störf, t.d. tölvuviðgerðir, tövlusamsetningar, lagerhald, umsjón með lager, skönnun skjala, afgreiðslustörf, vinna á dýraspítala auk fjölda annara starfa. Við viljum hvetja fyrirtæki til að setja sig í samband við okkur ef þau vilja leggja okkar góða málefni lið.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr