Heimsókn forseta Íslands til Specialisterne

Mánudaginn 4. febrúar, kl. 11:00 mun forseti Íslands, herra Guðni Th Jóhannesson, heimsækja Specialsterne á Íslandi. Tilefni þessarar heimsóknar er að Specialisterne verða þátttakendur í verkefninu The Daily Mile, en tilgangur þess er að allir stundi hreyfingu utandyra í u.þ.b. 15 mínútur á hverjum degi.  Á þeim tíma ganga flestir 1 – 1,6 km.

Það eru allir velkomnir að koma og ganga með okkur.

Heimasíða The Daily Mile

 

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Myndlistaátak Specialisterne gengur vel

Nú þegar vetrarstarfið er að komast í fullan gang finnst okkur rétt að minna enn og aftur á okkur og hvetja fólk til að leggja okkur lið með því að taka þátt í skemmtilega bakhjarlaátaki okkar okkar. Nokkrir vinningshafar síðustu mánaða hafa nýverið sótt og fengið afhent þau verk sem þau unnu og hér að neðan eru myndir af því.

 

Benjamín Júlíusson með verk sem hann var, en þau tvö sem hann heldur á eru eftir listakonuna Klöru Gunnlaugsdóttur hitt eftir unga listakonu frá Akureyri Bjarney Önnu Jóhannesdóttur

Eyþóra Hjartardóttir veitir hér viðtöku listaverki sem listamaðurinn Reinar Foremann gaf til verkefnisins. Myndin er tekin á vinnustofu listamannsins

 

Sindri Karl veitti viðtöku fallegri svart/hvítri ljósmynd sem þrykkt er á álplötu. Árni Ármann Árnason gaf þessa mynd í verkefnið okkar

 

 

 

 

Hér getur þú gerst bakhjarl Specialisterne á Íslandi

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Ágætur gangur í bakhjarlaverkefni Specialisterne

Það fjölgar hægt og rólega þeim sem leggja starfsemi okkar lið með því að gerast stuðningsaðilar okkar í gegnum verkefnið „Bakhjarl Specialisterne“. Síðasta málverkið sem dregið var út var glæsilegt verk eftir listakonuna Linda Steinþórsdóttur, en hún er búsett í Linz í Austurríki þar sem hún er með vinnustofu.

Vinningshafinn að þessu verki var Sólveig Ólafsdóttir og það var listakona sjálf sem afhenti Sólveigu verkið fyrr í þessum mánuði. Sólveig tekur við listaverki mánaðarins frá listakonunni Lindu Steinþórsdóttur

Næsti listamaður sem kynntur er til leiks er Reinar Foremann, en Reinar er með vinnustofu í Hafnarfirði þar sem verkið er til sýnis, en hér má sjá kynningu á verkinu og Reinari.

 

 

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Frábærir hlutir gerast! Nýtt alþjóðlegt fræðsluefni um einhverfu.

Nú er komin út íslensk útgáfa af myndbandinu “Amazing Things Happen”, sem hefur farið sigurför um heiminn og verið tilnefnt til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Þetta er stutt teiknimynd sem er framleidd af Alex Amilines með aðkomu eins færasta einhverfuráðgjafa heims Tony Attwood.

Myndbandið var talsett á íslensku fyrir stuttu og er núna öllum aðgengilegt. Það skýrir á einfaldan hátt fyrir börnum og fullorðnum hvers eðlis einhverfan er og hvernig hún getur birst okkur í daglegu lífi. Hvatt er til skilnings, nærgætni, tíma og vináttu sem allir þurfa. Það er aðgengilegt öllum á  Youtube og hér fyrir neðan:

Efnið hefur verið talsett á fjölda tungumála og hentar þannig vel í skólum og leikskólum þar sem börn og aðstandendur eru af mörgum þjóðernum.

www.amazingthingshappen.tv/projects/frabaerir-hlutir-gerast/

Frekari upplýsingar um verkefnið gefur hjortur.gretarsson@gmail.com s. 6939338 og thorsteinnj@simnet.is s.6941414.

Fólk er hvatt til að styðja við verkefni sem bæta skilning og auka tækifæri fyrir einhverfa. www.specialisterne.is/bakhjarl  

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Specialisterne og Kópavogur gera samstarfssamning

Samningur milli Specialisterne og Kópavogs var undirritaður fyrr í þessum mánuði. Við hjá Specialisterne, eru líkt og Kópavogur, ánægð með þennan samning. Nú þegar hafa nokkrir skjólstæðingar okkar sem hafa komið frá Kópavogi fengið launaða vinnu og við vonum að enn eigi eftir að bætast í þann hóp.

Samningar við fleiri sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu verða gerðir á næstu dögum.

Undirritun samnings milli Kópavogs og Specialistere. Á myndinni eru, frá vinstri: Bjarni Torfi frá Specialisterne, Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri á Velferðarsviði Kópavogs, Theodóra S Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og Ármann Kr Ólafsson bæjarstjóri

 

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Vinningshafinn í myndlistaátaki Specialisterne

Í dag afhenti listakonan Fríða Kristín Gísladóttir vinningahafa, í myndlistaátakinu okkar, myndina sem hún gaf okkur í verkefnið. Það var Árdís Grétarsdóttir sem var svo heppin að vera dregin út úr hópi þeirra sem styrktu okkur í febrúarmánuði. Á myndum hér að neðan eru þær Fríða Kristín og Árdís, en myndin var afhent í Gallerý ART 67 á Laugavegi 67.

 

Gleði, gleði, Árdís ánægð með nýju myndina sína og Fríða listakona sömuleiðis með sitt framlag
Árdís Grétarsdóttir og Fríða Kristín Gílsadóttir

 

 

 

 

 

 

 

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Myndlistaátak Specialisterne, mynd marsmánaðar

Mynd marsmánaðar, 80 x 100 cm akrýl á striga, eftir listakonuna Hjördísi Frímann

Mynd marsmánaðar í átaki okkar Myndlist fyrir Specialisterne er eftir listakonuna Hjördísi Frímann.

Hjördís er menntuð frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og síðan frá School of The Museum af Fine Arts í Boston, auk þessa að vera menntaður leikskólakennari.

Hjördís, sem vinnur mest með akrýl á striga og pappír, hefur haldið á annan tug einkasýninga auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga og samvinnuverkefna.

Hún er spunamálari og hefur verið þekkt fyrir litríkar fígúratívar ævintýramyndir þar sem hvert málverk er heimur út af fyrir sig.

Verkið sem Hjördís gefur til þessa átaks okkar var unnið sérstaklega fyrir jólasamsýningu „Mjólkurbúðarinnar“ á Akureyri, þar sem þemað var „svart/hvítt“.

Málverkið er án titils, málað með akrýl á striga í stærðinni 80 x 100 cm.

Nánari upplýsingar um myndlist Hjördísar má finna á heimasíðu hennar: www.hjordisfrimann.com

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Fyrsti útdráttur í myndlistaátaki Specialisterne

Í dag klukkan 15:00 var í fyrsta skipti dregið út nafn meðal þeirra sem styrkja Specialisterne með mánaðarlegum greiðslum. Það voru tæplega 40 einstaklingar sem áttu 42 „miða“ í þessum útdrætti. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna  sá um útdráttinn, en hinn heppni styrktaraðili sem vann er Árdís Grétarsdóttir. Afhending myndarinnar mun fara fram í næstu viku, en við óskum Árdísi innilega til hamingju og þökkum öllum fyrir veittan stuðning.

 

Niðuhal ljóssins
Niðurhal ljóssins, verk eftir Fríðu Kristínu Gísladóttur. Olíuverk, 100 x 100 cm
Sigrún framkvæmdastjóri Einhverfusamtakana sá um útdráttinn fyrir okkur og upp kom nr. 22 sem var númer Árdísar Grétarsdóttur
Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Myndlist fyrir Specialisterne á Íslandi

Myndlist fyrir Specialisterne á Íslandi er fjáröflunnarátak fyrir Specialistnerne á Íslandi.

 

Niðurhal ljóssins, 100 x 100 cm olíuverk eftir Fríðu Kristínu Gísladóttur
Niðurhal ljóssins, 100 x 100 cm olíuverk eftir Fríðu Kristínu Gísladóttur

 

Íslenskir listamenn, jafnt reyndir sem ungir, munu gefa listaverk til okkar og í lok hvers mánaðar munu allir þeir sem hafa lagt fé inn á styrktarreikning okkar eiga möguleika á því að vinna málverk mánaðarins.

Hvert 1.500 kr innlegg verður ígildi eins miða og þannig myndu t.d. kr. 9.000 vera ígildi 6 miða þegar dregið verður úr nöfnum þeirra sem styrkja okkur, en dregið verður fyrsta föstudag í hverjum mánuði.

Fyrsti listamaðurinn sem leggur til verk í þessa söfnun er myndlistakonan Fríða Kristín Gísladóttir. Fríða ólst upp á Seltjarnarnesi og fór ung í listnám við Mynd- og handíðarskóla Ísland en nam síðan við myndlistaskóla í Malaga, La Escuela de Artesy Officios.

Fríða Kristín hefur haldið tíu einkasýningar auk þess að hafa verið með í fjölda samsýninga. Fríða Kristín rekur í dag, í félagi við 13 aðra listamenn, Gallery ART67 sem er á Laugavegi 67 í Reykjavík, en þar verður verkið til sýnis alla virka daga frá 12 – 18 og laugardaga frá 12 – 16

Verk eftir Fríðu hafa selst víða um heiminn og hægt er að finna verk eftir hana í flestum heimsálfum. Facebooksíða Fríðu

Við hvetjum alla áhugasama til að líta við í ART67 á Laugavegi.

Hægt er að gerast styrktaraðili Specialisterne með mánaðarlegu framlagi og taka þannig um leið þátt í málverkahappadrætti okkar. Skráið ykkur sem BAKHJARL eða sendið t-póst á bta@specialisterne.com og haft verður samband við ykkur.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Árið sem er að líða

_mg_1936Nú þegar líður að jólum og áramótum er rétt að líta aðeins yfir árið sem er að kveðja. Það hefur að venju verið mikið um að vera hjá okkur og við höfum haft mörg tækifæri til að gleðjast á árinu þar sem árangur okkar hefur verið mjög góður. Fjöldi þeirra sem hafa fengið launaða vinnu eftir dvöl hjá okkur vex og við finnum fyrir auknum áhuga á því sem við erum að gera og höfum að bjóða.

Hápunktur ársins er auðvitað heimsókn forseta okkar, herra Guðna Th Jóhannessonar til okkar seint á þessu ári. Hann gaf sér góðan tíma með okkur og allir minnast þessa dags með gleði.

Specialisterne senda öllum innilegar jóla- og nýárskveðjur og hlakka til aukins samstarfs við atvinnulífið á nýju ári.

 

 

 

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr