10 ára afmælis fögnuður Specialisterne á Íslandi

Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Specialisterne á Íslandi bjóðum við til afmælisviðburðar  laugardaginn 6. nóvember kl. 14 – 15:15 í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar Sturlugötu 8.

Stutt dagskrá og léttar veitingar að henni lokinni

Halldóra Bjarnadóttir, skjólstæðingur Specialisterne mun syngja 2 lög

Hjörtur Grétarsson, formaður stjórnar, mun fara yfir aðdraganda að stofnun Specialisterne

Bjarni Torfi, framkvæmdastjóri Specialisterne mun fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu 10 árum

Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas á Íslandi mun segja frá reynslu atvinnurekanda af samstarfi við Specialisterne

Daði Gunnlaugsson, skjólstæðingur Specialisterne mun segja frá reynslu vinnu af vinnumarkaði

Hanna Unnsteinsdóttir, foreldri, segir frá sinni reynslu af starfi Specialisterne

Sigrún Árnadóttir, foreldri, segir frá sinni reynslu af starfi Specialisterne

Thorkill Sonne, stofnandi Specialisterne heldur stutta tölu

Hr. Guðni Th Johannesson, forseti Íslands flytur okkur kveðju

 

Hlökku til að sjá ykkur

Specialisterne á Íslandi 10 ára

Specialisterne 10 ára í dag, 2. apríl

Að fylla fyrsta tuginn er stórt fyrir alla og fyrir okkur hjá Specialisterne er það líka svo. Við erum gríðarlega stolt af því að vera búin að sanna tilverurétt okkar og við erum komin til að vera. Vera til staðar fyrir einstaklinga á einhverfurófinu, 18 ára og eldri, sem kerfið hefur e.t.v. ekki sinnt sem skyldi.

Sjálfseignarstofnunin Specialisterne á Íslandi var stofnuð haustið 2010, meðal annars í samstarfi við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og með stuðningi í gegnum Leonardo-menntaáætlun ESB. Formleg opnun starfseminnar var síðan á alþjóðlegum degi einhverfu, 2. apríl 2011. Frá þeim tíma hafa um 166 einstaklingar verið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. Okkur hefur á starfstímanum tekist að finna 75 störf fyrir 54 einstaklinga, en flestir þeirra höfðu enga eða litla reynslu af vinnumarkaði.

Þótt markmiðið hafi í upphafi verið, öðru fremur, að skapa atvinnutækifæri fyrir skjólstæðinga okkar hefur áhersla á félagslega þáttinn orðið meiri og meiri eftir því sem tíminn hefur liðið. Við höfum lagt áherslu á að hjálpa einstaklingum úr kyrrstöðu í virkni, að finna styrkleika og hæfileika hvers og eins og finna réttan farveg þeirra inn á vinnumarkaðinn. Með því að rækta styrkleika, frekar en að einblína á veikleika, er hægt að skapa atvinnutækifæri fyrir mun stærri hóp en í dag er að finna á vinnumarkaði. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja gætu prófað að hugsa störf í fyrirtækjum á nýjan hátt, t.d. hvernig hægt sé að skapa, í auknu mæli, fleiri störf fyrir starfsmenn með sérstaka hæfileika eða skerta starfsorku.

Síðustu ár höfum við komið fjölda einstaklinga sem hafa verið langtímaatvinnulausir í vinnu. Þakklæti og hvatning aðstandenda þeirra hvetur okkur áfram, en hér eru dæmi um hvatningu til okkar:

 

Úr þakkarbréfum foreldra til Specialisterne

 

„Erum Specialisterne ævinlega þakklát fyrir þeirra miklu vinnu fyrir einstaklinga á einhverfurófi.“

„Það var ýtt undir þroska og sjálfsálit hjá mínum unglingi.“

„Specialisterne er stór þáttur í framförum dóttur okkar.“

„Specialisterne hafa opnað nýja mikilsverða möguleika sem byggja þarf á til framtíðar.“

„Mikill sigur fyrir son okkar að geta verið á vinnumarkaði, fá laun og borga skatta og skyldur.“

„Aðkoma Specialisterne hefur haft afgerandi og ómetanlega þýðingu fyrir unga einstaklinga á einhverfurófi sem eru í atvinnuleit.“

„Specialisterne hafa hjálpað einstaklingum á einhverfurófi til aukinna lífsgæða.“

„Markmiðið hefði ekki náðst án stuðnings Specialisterne.“

„Specialisterne opnuðu á tækifæri fyrir dóttur okkar til að komast á hinna almenna vinnumarkað.“

„Erum Specialisterne ævinlega þakklát fyrir þeirra miklu vinnu fyrir einstaklinga á einhverfurófinu.“

„Okkar ósk er að Specialisterne geti starfað áfram um ókomin ár.“

 

Við vonum að þessi hvatningarorð verði þér líka hvatning til að leggja málstað okkar lið og styðja okkur inn í framtíðina.

Fyrir hönd Specialisterne á Íslandi þökkum við styrktar- og samstarfsaðilum okkar, en þeir stærstu eru Vinnumálastofnun, Virk, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Reitir fasteignafélag. Þá hefur fjöldi fyrirtækja veitt skjólstæðingum okkar atvinnutækifæri og það þökkum við sömuleiðis vel fyrir. Fjöldi einstaklinga hefur sömuleiðis stutt okkur fjárhagslega svo eftir er tekið. Næsta haust munum við bjóða til afmælisviðburðar sem óhjákvæmilega er ekki hægt að halda núna.

Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdarstjóri Specialisterne, og Hjörtur Grétarsson, stjórnarformaður Specialisterne.

Heimsókn forseta Íslands til Specialisterne

Mánudaginn 4. febrúar, kl. 11:00 mun forseti Íslands, herra Guðni Th Jóhannesson, heimsækja Specialsterne á Íslandi. Tilefni þessarar heimsóknar er að Specialisterne verða þátttakendur í verkefninu The Daily Mile, en tilgangur þess er að allir stundi hreyfingu utandyra í u.þ.b. 15 mínútur á hverjum degi.  Á þeim tíma ganga flestir 1 – 1,6 km.

Það eru allir velkomnir að koma og ganga með okkur.

Heimasíða The Daily Mile

 

Myndlistaátak Specialisterne gengur vel

Nú þegar vetrarstarfið er að komast í fullan gang finnst okkur rétt að minna enn og aftur á okkur og hvetja fólk til að leggja okkur lið með því að taka þátt í skemmtilega bakhjarlaátaki okkar okkar. Nokkrir vinningshafar síðustu mánaða hafa nýverið sótt og fengið afhent þau verk sem þau unnu og hér að neðan eru myndir af því.

 

Benjamín Júlíusson með verk sem hann var, en þau tvö sem hann heldur á eru eftir listakonuna Klöru Gunnlaugsdóttur hitt eftir unga listakonu frá Akureyri Bjarney Önnu Jóhannesdóttur

Eyþóra Hjartardóttir veitir hér viðtöku listaverki sem listamaðurinn Reinar Foremann gaf til verkefnisins. Myndin er tekin á vinnustofu listamannsins

 

Sindri Karl veitti viðtöku fallegri svart/hvítri ljósmynd sem þrykkt er á álplötu. Árni Ármann Árnason gaf þessa mynd í verkefnið okkar

 

 

 

 

Hér getur þú gerst bakhjarl Specialisterne á Íslandi

Ágætur gangur í bakhjarlaverkefni Specialisterne

Það fjölgar hægt og rólega þeim sem leggja starfsemi okkar lið með því að gerast stuðningsaðilar okkar í gegnum verkefnið „Bakhjarl Specialisterne“. Síðasta málverkið sem dregið var út var glæsilegt verk eftir listakonuna Linda Steinþórsdóttur, en hún er búsett í Linz í Austurríki þar sem hún er með vinnustofu.

Vinningshafinn að þessu verki var Sólveig Ólafsdóttir og það var listakona sjálf sem afhenti Sólveigu verkið fyrr í þessum mánuði. Sólveig tekur við listaverki mánaðarins frá listakonunni Lindu Steinþórsdóttur

Næsti listamaður sem kynntur er til leiks er Reinar Foremann, en Reinar er með vinnustofu í Hafnarfirði þar sem verkið er til sýnis, en hér má sjá kynningu á verkinu og Reinari.

 

 

Frábærir hlutir gerast! Nýtt alþjóðlegt fræðsluefni um einhverfu.

Nú er komin út íslensk útgáfa af myndbandinu “Amazing Things Happen”, sem hefur farið sigurför um heiminn og verið tilnefnt til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Þetta er stutt teiknimynd sem er framleidd af Alex Amilines með aðkomu eins færasta einhverfuráðgjafa heims Tony Attwood.

Myndbandið var talsett á íslensku fyrir stuttu og er núna öllum aðgengilegt. Það skýrir á einfaldan hátt fyrir börnum og fullorðnum hvers eðlis einhverfan er og hvernig hún getur birst okkur í daglegu lífi. Hvatt er til skilnings, nærgætni, tíma og vináttu sem allir þurfa. Það er aðgengilegt öllum á  Youtube og hér fyrir neðan:

Efnið hefur verið talsett á fjölda tungumála og hentar þannig vel í skólum og leikskólum þar sem börn og aðstandendur eru af mörgum þjóðernum.

www.amazingthingshappen.tv/projects/frabaerir-hlutir-gerast/

Frekari upplýsingar um verkefnið gefur hjortur.gretarsson@gmail.com s. 6939338 og thorsteinnj@simnet.is s.6941414.

Fólk er hvatt til að styðja við verkefni sem bæta skilning og auka tækifæri fyrir einhverfa. www.specialisterne.is/bakhjarl  

Specialisterne og Kópavogur gera samstarfssamning

Samningur milli Specialisterne og Kópavogs var undirritaður fyrr í þessum mánuði. Við hjá Specialisterne, eru líkt og Kópavogur, ánægð með þennan samning. Nú þegar hafa nokkrir skjólstæðingar okkar sem hafa komið frá Kópavogi fengið launaða vinnu og við vonum að enn eigi eftir að bætast í þann hóp.

Samningar við fleiri sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu verða gerðir á næstu dögum.

Undirritun samnings milli Kópavogs og Specialistere. Á myndinni eru, frá vinstri: Bjarni Torfi frá Specialisterne, Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri á Velferðarsviði Kópavogs, Theodóra S Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og Ármann Kr Ólafsson bæjarstjóri

 

Vinningshafinn í myndlistaátaki Specialisterne

Í dag afhenti listakonan Fríða Kristín Gísladóttir vinningahafa, í myndlistaátakinu okkar, myndina sem hún gaf okkur í verkefnið. Það var Árdís Grétarsdóttir sem var svo heppin að vera dregin út úr hópi þeirra sem styrktu okkur í febrúarmánuði. Á myndum hér að neðan eru þær Fríða Kristín og Árdís, en myndin var afhent í Gallerý ART 67 á Laugavegi 67.

 

Gleði, gleði, Árdís ánægð með nýju myndina sína og Fríða listakona sömuleiðis með sitt framlag
Árdís Grétarsdóttir og Fríða Kristín Gílsadóttir