Saga Specialisterne á Íslandi er orðin löng.   Við hófum starfsemi árið 2011 en undirbúningur hafði staðið frá árinu 2009 þegar hópur á vegum Umsjónarfélags einhverfra ákvað að koma á úrræði til að aðstoða einstaklinga á einhverfurófi við að komast út i atvinnulífið.

Margt skemmtilegt hefur gerst og frábær árangur náðst.  Hér að neðan er ein af góðu sögunum sem hægt er að lesa um á eldri vefum Specialisterne á Íslandi. Okkur þykir vænt um allan stuðning, en einna vænst þykir okkur um stuðning Guðmundar Þórs Brynjúlfssonar…

 

Guðmundur Þór Brynjúlfsson í Borgarnesi varð 60 ára 12. desember síðastliðinn. Guðmundur hélt uppá afmæli sitt og bauð til veglegrar veislu eins og gengur. Guðmundur afþakkaði hins vegan venjulegar afmælisgjafir, heldur óskaði eftir því að afmælisgestir mættu með pening og settu hann í sérstakann bauk sem hann hafði útbúið í tilefni dagsins. Innihald bauksins skyldi síðan renna til Specialisterne ses á Íslandi.

Guðmundur og Ásdís Baldvinsdóttir eiginkona hans komu á stjórnarfund 5. janúar 2011 og afhenntu afrakstur afmælisins, á þriðja hundruð þúsund sem skulu renna til uppbyggingar þjálfunnar og atvinnuúrræða fyrir einstaklinga á einhverfurófi á vegum Specialisterne ses á Íslandi. Þau hjónin fengu sem þakklætisvott afhent barmmerki Specialisterne.

 

Fyrsti stóri styrkur sem Specialisterne á Íslandi fá í janúar 2011
Fyrsti stóri styrkur sem Specialisterne á Íslandi fá í janúar 2011

Fyrsti vefurinn.

Annar vefurinn.