Höfundur: Hjörtur Grétarsson

Frábærir hlutir gerast! Nýtt alþjóðlegt fræðsluefni um einhverfu.

Nú er komin út íslensk útgáfa af myndbandinu “Amazing Things Happen”, sem hefur farið sigurför um heiminn og verið tilnefnt til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Þetta er stutt teiknimynd sem er framleidd af Alex Amilines með aðkomu eins færasta einhverfuráðgjafa heims Tony Attwood.

Myndbandið var talsett á íslensku fyrir stuttu og er núna öllum aðgengilegt. Það skýrir á einfaldan hátt fyrir börnum og fullorðnum hvers eðlis einhverfan er og hvernig hún getur birst okkur í daglegu lífi. Hvatt er til skilnings, nærgætni, tíma og vináttu sem allir þurfa. Það er aðgengilegt öllum á  Youtube og hér fyrir neðan:

Efnið hefur verið talsett á fjölda tungumála og hentar þannig vel í skólum og leikskólum þar sem börn og aðstandendur eru af mörgum þjóðernum.

www.amazingthingshappen.tv/projects/frabaerir-hlutir-gerast/

Frekari upplýsingar um verkefnið gefur hjortur.gretarsson@gmail.com s. 6939338 og thorsteinnj@simnet.is s.6941414.

Fólk er hvatt til að styðja við verkefni sem bæta skilning og auka tækifæri fyrir einhverfa. www.specialisterne.is/bakhjarl  

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Forseti Íslands kemur í heimsókn í opið húsi Specialisterne á Íslandi

Þriðji vefur Specialisterne.is hefur fengið andlitslyftingu
Þriðji vefur Specialisterne.is hefur fengið andlitslyftingu

Í dag 27 október mun Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson koma í heimsókn til okkar klukkan 16:00.  Við verðum með opið hús frá 15:00 – 17:00.   Allir eru að sjálfsögðu velkomnir að Síðumúla 32, 3 hæð!

Á þessu ári eru fimm ár síðan Specialisterne á Íslandi hófu starfsemi sína.  Fyrstu einstaklingarnir komu til okkar í ágúst 2011.  Við erum afar ánægð og stolt af öllum þeim einstaklingum sem eru nærri 100 sem hafa komið til okkar og náð miklum árangri í sínu lífi.

Á þessum tímamótum höfum við tekið til á heimasíðu okkar og bætt við myndum úr starfsemi okkar ásamt þvi að vísa í eldri vefsvæði sem geymir mikla sögu.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr
The Economist skrifar um margar hliðar einhverfu.

The Economist, RÚV og atvinnuþáttaka einstaklinga á einhverfurófi. MJÖG ÁHUGAVERT!

Eitt virtasta og vandaðasta tímarit heims, The Economist fjallar um atvinnumál einstaklinga á einhverfurófi í síðustu útgáfu sinni.  Beutiful minds wasted. Blaðið útskýrir í leiðara og í sérstakri grein margar hliðar einhverfu, allt frá mikilvægi greiningar snemma yfir í atvinnuþáttöku.

RÚV er jafnframt með mjög vandaða umfjöllun um atvinnumál einhverfra í Speglinum.  Tekin eru viðtöl við  framkvæmdastjóra Specialisterne á Íslandi, skjólstæðing okkar og framkvæmdastjóra Einvherfusamtakana.  Einstaklega fróðlegt.

RÚV fjallar um margar hliðar einhverfu á íslandi í afar áhugaverðum Spegli 18 apríl 2016.
RÚV fjallar um margar hliðar einhverfu á íslandi í afar áhugaverðum Spegli 18 apríl 2016.

Specialisterne á Íslandi treysta á velvild einstaklinga.  Við óskum eftir stuðningi til að geta haldið áfram með kraftmikið starf.  Okkur þætti óskaplega vænt um ef þið ohringduð í símanúmerin hér að neðan og vektuð athyggli ykkar fjölskyldu og vina á þessu málefni.

 

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi tekur við viðurkenningu.

Einhverfusamtökin héldu málþing 2 apríl 2016 þar sem fjalla um  hvernig mætir skólinn þörfum barna og ungmenna á einhverfurófi?

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra.
Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna afthendir Bjarna Torfa Álfþórssyni viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra.
Málþing einhverfusamtakanna.
Málþing einhverfusamtakanna 2. apríl 2016 þar sem á annað hundrað manns mættu.
www.egerunik.is www.specialisterne.is
Bjarni Torfi Álfþórsson hjá Specialisterne á Íslandi og Aðalheiður Sigurðardóttir (móðir hennar tók á móti viðurkenningunni) hjá „Ég er Unik“ tóku við viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra.

 

Þórunn Svava Róbertsdóttir

Að mæta nemendum á einhverfurófi í kennslustofunni
Þórunn Svava Róbertsdóttir, sviðsstjóri við starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja

 

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Vitundarvakning um málefni einstaklinga á einhverfurófi

2 apríl er alþjóðlegur vitundarvakningardagur Sameinuðuþjóðanna á einhverfu.

2 apríl er alþjóðlegur vitundavakningadagur sameinuðuþjónanna á einhverfu.  Ýmislegt er því í gangi nú í apríl.  Í tilefni dagsins gaf Ban Ki-moon út eftirfarandi yfirlýsingu.

„Á þessum alþjóðlega vitundarvakningardegi einstaklinga á einhverfurófi, hvet ég til framþróunar á réttindum einstaklinga á einhverfurófi og að við tryggjum þeim fulla þáttökumöguleika til jafns við hvern annann í okkar fjölbreytta þjóðfélagi.

„On this World Autism Awareness Day, I call for advancing the rights of individuals with autism and ensuring their full participation and inclusion as valued members of our diverse human family who can contribute to a future of dignity and opportunity for all.“


Málþing einhverfusamtakanna 2 apríl 2016

Einhverfusamtökin halda málþing um það „Hvernig mætir skólinn þörfum barna og ungemenna á einhverfurófi.“   Fundurinn verður haldinn á aþjóðadegi vitundarvakningar um einhverfu. Hann hefst kl. 14:00 og verður til 16:00 í fyrirlestrarsal íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8.

Dagskrá fundarins er mjög áhugaverð eins og sést á heimasíðu Einhverfusamtakanna www.einhverfa.is


Blár apríl

Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir fjáröflunartónleikum 2 apríl kl. 20:00.   Valdimar, Hjálmar og Júníus Meyvant koma fram.  Unnendur góðrar tónlistar og þeir sem vilja styrkja þennan málstað eru hvattir til að mæta!


Vitundarvakning Autism Europe, samtök evrópskra einhverfusamtaka

Autism Europe heldur einnig uppá alþjóðadag einhverfu með ýmsum hætti. Slagorð þeirra er “Respect, Acceptance, Inclusion”. „Virðing, samþykki og þáttaka“


Specialisterne eiga 5 ára afmæli.

Specialisterne eiga 5 ára afmæli í ár. Við opnuðum starfstöð okkar 5 apríl 2011 og tókum fyrstu einstaklingana í mat og þjálfun fyrir framtíðar atvinnu í ágúst 2011. Í tilefni stórafmælisins þá verður boðið til afmælisveislu fimmtudaginn 7 apríl kl. 16:00 – 18:00.  Frekar um það síðar.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Saga Specialisterne á Íslandi

Saga Specialisterne á Íslandi á sér nokkurn aðdraganda. Snemma árs 2010 voru áhugasamir foreldrar í Einhverfusamtökunum í leit að úrræði fyrir fullorðna einstaklinga á einhverfurófinu. Eftir talsverða vinnu og miklar pælingar varð úr að gera könnun á því hvort það væri vænlegt að stofna félag í anda Specialisterne í Danmörku, hér á Íslandi. Sótt var um Evrópustyrk í samvinnu við dönsku Specialisterne auk samsvarandi félaga í Skotlandi og Þýskalandi. Styrkurinn fékkst og með aðstoð Einhverfusamtakana og Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis fór verkefnið af stað. Til að gera langa sögu stutta þá opnaði skrifstofa Specialisterne á Íslandi, á alþjóðlegum degi einhverfu þann 2. apríl 2011. Fyrstu skjólstæðingar Specialisterne mættu síðan þann 4. ágúst sama ár. Frá þeim tíma hafa vel á annað hundrað einstklingar verið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma og á þriðja tug þeirra hafa fengið launaða vinnu auk þess sem margir hafa snúið sér að námi. Specialisterne treysta nú að mestu eða öllu leiti á styrki eða frjáls framlög til að halda starfseminni gangandi. Við höfum notið þess allt frá upphafi að vera í leigulausu húsnæði frá fasteiganfélaginu Reitum hf auk þess að hafa í upphafi fengið rausnarlega styrk frá VIRK. Í dag eru þrír starfsmenn í 2,25% stöðugildum hjá Specialisterne og við þjónum að jafnaði 10 – 14 einstaklinga hverju sinni.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Árangur

Í fyrstu viku ágúst mánaðar 2011 komu fyrstu einstklingarnir til okkar í mats- og þjálfunarferli. Frá þeim tíma hafa vel á annað hundrað einstklingar komið og verið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. Af þeim sem hafa verið hjá okkur í tvær vikur eða lengur hefur um þriðjungur fengið launaða vinnu auk þess sem margir hafa ákveðið að hefja aftur nám.   Þeir skjólstæðingar okkar sem hafa fengið launuð störf vinna allir í 50% starfi og ýmist í 4 eða 5 daga í hverri viku. Frá ágúst 2011 70 einstaklingar komið til okkar í mats- og þjálfunarferli. Af þessum einstaklingum hafa 27 farið frá okkur í launuð störf, 9 hafa farið í nám og aðrir hafa ýmist hætt eða eru enn hjá okkur. Þeir sem ekki hafa komist í launuð störf eða farið í nám hafa flestir eða allir bætt stöðu sína félagslega. Þeir hafa komið betri reglu á líf sitt, mæta í líkamsrækt, taka þátt í viðburðum hjá Specialisterne og eru virkari í daglegu lífi heima fyrir. Það hefur verið mjög ánægjulegt að fá stuðnings- og hvatningarbréf frá aðstandendum okkar skjólstæðinga. Setningar eins og:

 • “ Specialisterne opnuðu á tækifæri fyrir dóttur okkar til að komast á hinn almenna vinnumarkað“
 • „Það var ýtt undir þroska og sjálfsálilt hjá mínum unglingi“
 • “ Aðkoma Specialisterne hefur haft afgerandi og ómetanlega þýðingu fyrir unga einstaklinga á einhverfurófi sem eru í atvinnuleit“
 • „Markmið hefði ekki náðst án stuðnings Specialisterne“
 • „Erum Specialisterne ævinlega þákklát fyrir þeirra miklu vinnu fyrir einstaklinga á einhverfurófinu“

Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið skjólstæðingum okkar tækifæri til atvinnu. VIð erum þessum fyrirtækjum mjög þákklát og vonumst auðvitað til þess að fleiri opni sýnar dyr fyrir okkar fólki. Hér að neðan er listi yfir þau fyrirtæki sem hafa tekið okkar skjólstæðinga í vinnu:

 • Dýraspítalinn í Garðabæ
 • Endurvinnslan
 • Góði hirðirinn
 • Kaupás
 • Leturprent
 • LSH
 • Nói – Síríus
 • Parlogis
 • Reykjavíkurborg
 • Tölvulistinn
 • Vistor
 • Þjóðskrá

Specialisterne á Íslandi hafa hlotið markháttaða viðurkenningar og styrkir.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Hlutverk og markmið Specialisterne á Íslandi

Stefna Specialisterne er að meta og þjálfa 14 – 18 einstaklinga á hverju ári, með það að markmiði að sem flestir þeirra fái tækifæri á vinnumarkaðinum. Markhópur er fólk frá 18 ára aldri og megin áhersla hefur verið á einstaklinga með greiningu á einhverfurófinu. Á hverjum degi eru allt að 16 einstaklingar hjá okkur og því jafnan mikið um að vera. Hver einstaklingur hefur sína vinnustöð en auk þess er gott rými til að njóta félagsskaps hvers annars. Forsenda þess að einstaklingur eigi möguleika á launaðri vinnu er að sá hinn sami hafi sýnt góða ástundun og framkomu hjá okkur. Við leggjum mikla áherslu á að einstaklingar setji sér markmið með mætingar og standi við þau. Reynt er að bæta félagsfæri okkar skjólstæðinga og í hverju mánuði förum við í heimsóknir á kaffihús, söfn, sýningar eða brjótum starfið upp með öðrum hætti utan húsakynna okkar.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Þjálfun einstaklinga

Leiðin að mats- og þjálfunarferli hjá Specialisterne ætti að vera flestum nokkuð greið. Best er að panta viðtalstíma hjá einhverfuráðgjafa okkar, en í framhaldi af slíku viðtali er tekin ákvörðun um frekara framhald. Þrír til sex einstaklingar koma í viðtal hjá okkur í hverri viku og reynt er að taka sem flesta inn hjá okkur eins fljótt og kostur er. Vinnumálastofnun og nokkur sveitarfélög hafa einnig gert samstarfssaminga við okkur en með því er þeirra skjólstæðingu tryggður aðgangur hjá Specialisterne. Lengd mats- og þjálfunarferlis er mislangt eftir einstaklingum, en markmið okkar er að finna launað starf sem passar hverjum og einum eins fljótt og kostur er. Mikilvægt er að þekkja vel styrk-og veikleika okkar skjólstæðinga þegar þeir eru metnir í væntanleg störf, en nánast undantekningarlaust hafa okkar skjólstæðingar staðið vel undir væntingum okkar og vinnuveitanda. Til að óska eftir viðtali vinsamlegast sendið t-póst til bta@specialisterne.com

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr

Leiðin í launað starf

Allt frá því að Specialisterne hófu starfsemi sína hafa um 80 einstaklingar verið hjá okkur. Okkur hefur orðið vel ágengt í því að finna okkar fólki launuð störf og nú hefur 31 einstaklingur fengið launaða vinnu eftir að hafa verið hjá okkur. Ferlið er gjarnan þannig að eftir að fyrirtæki hefur lýst sig reiðubúið til að taka einstakling frá okkur í vinnu hefst starfsnám, sem stendur yfir í 1 – 2 vikur. Að því loknu er staðan metin, en við höfum enn ekki upplifað annað en að eftir starfsnám fái okkar skjólstæðingur raunverulegt tækifæri sem launaður starfsmaður. Á þeim tíma sem okkar skjólstæðingar eru í vinnu erum við í sambandi við bæði vinnuveitanda og eins okkar skjólstæðing, en með því viljum við tryggja að allt geti gengið sem best. Okkar fólk hefur unnið við hin ýmsu störf, t.d. tölvuviðgerðir, tövlusamsetningar, lagerhald, umsjón með lager, skönnun skjala, afgreiðslustörf, vinna á dýraspítala auk fjölda annara starfa. Við viljum hvetja fyrirtæki til að setja sig í samband við okkur ef þau vilja leggja okkar góða málefni lið.

Endilega deila á samfélagsmiðla:
Facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedintumblr